Aðsetursáætlunina fyrir ESB-borgara (EU Settlement Scheme): Hvernig við notum persónuupplýsingar þínar
Hvernig innanríkisráðuneytið mun nota persónuupplýsingar þínar til að ákveða hvort samþykkja eigi umsókn þína til aðsetursáætlunina fyrir ESB-borgara (EU Settlement Scheme).
Til viðbótar við auðkennisprófun þá er unnið með persónuupplýsingar þínar á þrjá megin vegu:
- athuganir á glæpsamlegu athæfi og af öryggisástæðum
- ef þú hefur gefið upp almannatrygginganúmerið þitt þá verða gerðar athuganir í rauntíma hjá atvinnu- og lífeyrismálaráðuneytinu og skattstofunni og tollinum til að leita sannana fyrir búsetu þinni í Bretlandi (til dæmis gögn um skatta og bætur)
- á grundvelli hvers máls fyrir sig þá er upplýsingum deilt með öðrum stofnunum til að sannreyna þau gögn sem þú hefur útvegað með umsókn þinni til varnar gegn svikum og notkun falsaðra skjala (t.d. sannreyna hjá háskóla að háskólaskírteini þitt sé ekta)
Þessi deiling gagna er hönnuð til að hjálpa umsækjendum að sanna stöðu sína á fljótan og afdráttarlausan hátt með því að nota gögn sem aðrar stofnanir ríkisins hafa þegar í fórum sínum.
Innanríkisráðuneytið gæti einnig, á grundvelli hvers máls fyrir sig, unnið úr upplýsingum þínum á annan máta til að sinna lagalegum og embættislegum skyldum sínum. Þetta gæti innifalið til dæmis:
- ef þú sækir um breskan ríkisborgararétt í framtíðinni
- ef við finnum sannanir fyrir því að alvarlegur glæpur hafi verið framinn
- ef við komust að því að innflytjendabrot (eins og gervihjónaband) hafi verið framið
- til að gera innanríkisráðuneytinu kleift að sinna verndarskyldum sínum
Þetta er sett fram í nánari atriðum í friðhelgisupplýsingatilkynningu landamæra-, innflytjenda og ríkisborgarakerfisins (BICS). Friðhelgisupplýsingatilkynning BICS setur einnig fram hvernig þú getur beðið um afrit af persónuupplýsingum þínum og hvernig þú getur kvartað. Þú ættir einnig að vera meðvitaður(uð) um að upplýsingarnar sem settar eru fram í þessari tilkynningu er ætlað að vera viðbót við BICS friðhelgistilkynninguna en ekki koma í stað hennar.
Updates to this page
Birt 11 mars 2019Síðast uppfært 11 apríl 2019 + show all updates
-
Translated information added.
-
First published.